5 LotuForm
5 LotuForm - almennir tímar
Eru frábærir þrektímar sem henta öllum þeim sem vilja koma sér í form og æfa í góðum félagsskap.
Tímarnir eru byggðir upp sem HIIT (high intensity interval training). Tímarnir eru fjölbreyttir og lögð er áhersla á gott form við framkvæmd allra æfinga.
Við skipulag tímanna eru nokkrir hlutir hafðir í forgangi:
- Æfingarnar séu við allra hæfi, iðkendur vinna á eigin tempói 
- Æfingarnar þjálfi líkamann í sem flestum hreyfi ferlum 
- Ákefðin sé nægileg til þess að bæta hjarta og æðakerfið ásamt því að auka styrk og vöðvaúthald 
- Æfingarnar séu fjölbreyttar og síðast en ekki síst skemmtilegar 
Vikulega eru 9 tímar í boði í stundatöflu kvelds og morgna og því ættu allir að geta fundið tíma sem henta sér.
- Mánudögum kl 06:10 og 17:10 
- Þriðjudögum kl 12:10 
- Miðvikudögum kl 06:10 og 17:10 
- Fimmtudögum kl 17:10 
- Föstudögum kl 06:10 og 17:10 
- Laugardögum kl 10:00 
5 Lotu form - Grunnnámskeið
Markmiðið með grunnnámskeiðunum er að leggja áherslu á rétta líkamsbeitingu við æfingar. 
Farið er ítarlega yfir tæknilega útfærslu á helstu ketilbjölluæfingum. Við þetta öðlast maður aukið öryggi á æfingum ásamt því að bæta hreyfifærni sína.
Námskeiðið fer fram í lokuðum hópi tvisvar sinnum í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20:10 undir handleiðslu reyndra þjálfara.
Dagsetningar grunnámskeiða eru auglýstar á forsíðu rvkmma.is